145-44

Oktoberfest  3. - 5. október 2025

Berlínur og ferðaskrifstofan Visitor bjóða upp á ógleymanlega ferð á stærstu alþýðuhátíð heims - Oktoberfest í München. 

Tími:

3.-5. október 2025

Verð:

Frá 209.900 kr. á mann.

Bókað er í ferðina á heimasíðu Visitors; https://visitor.is/ferdir/octoberfest-munchen-2025 

oktoberfest-motivwettbewerb-63.jpg

Oktoberfest er aðalhátíð bæverskrar menningar, full af tónlist, fjörugum bjórtjöldum, dýrindis mat og iðandi karnivalstemningu. Þarna skála heimamenn við gesti hvaðanæva að úr heiminum í eins líters bjórkrúsum og gæða sér á bæverskum risakringlum þess á milli.

Hvort sem þú ert að leita að því að drekka í þig menninguna, njóta hefðbundinna bæverskra rétta, dansa á bekkjum í iðandi bjórtjaldi eða skella þér í stærstu farandrússíbana og tæki álfunnar þá er októberfest upplifun sem svíkur engan.

Innifalið í verði ferðar er:

- Flug með Icelandair með 23 kg tösku og gisting 3 nætur á hóteli.

- Aðgangur inn á elsta (og mest "in) bjórtjald hátíðarinnar þar sem við eigum bókað borð. Hver gestur fær 2x 1 líter af bjór og hálfan kjúkling.

- Íslensk fararstjórn

- Ferð frá hóteli á Oktoberfest með almenningssamgöngum. Lítill glaðningur auk stutts kynningarfundar á hótelinu um sögu hátíðarinnar og við hverju má búast, áður en lagt er af stað.


Other Tours

Berlínur Íslensk Leiðsögn

Berlinur, 2022 © All rights reserved.
Designed by Erlis Zarishta, MOR Design