Bjórferðin snýst um að kynnast bjórmenningu Þýskalands. Samtímis því að smakka mismunandi bjóra og heyra sögur tengdar þeim er stórbrotin saga Berlínar tvinnuð inn í ferðina.
Lengd:
Um 4 klst.
Verð:
90 € á mann - allur bjór og snarl innifalið.
Bjórferðin er í einu af áhugaverðari hverfum borgarinnar, Neukölln. Þar eru mannflóran mjög fjölbreytt; margir innflytjendur, ungt fólk, listamenn og auðvitað allt þar á milli. Á göngu okkar um hverfið munum við fá innsýn inn í líf fólksins sem það byggir og auðvitað að smakka á því sem þar er boðið upp á.
Farið er á áhugaverða staði þar sem boðið er upp á bjór og þeir eru afar mismunandi. Sumir þeirra bruggaðir annars staðar í Þýskalandi en aðrir í Berlín og jafnvel í hverfinu sjálfu.
Ferðin hentar öllum sem drekka bjór!
Skoðunarferðir
Um okkur
Hafa samband
Impressum
Privacy Policy
Berlinur, 2022 © All rights reserved.
Designed by Erlis Zarishta, MOR Design